Mannlegi þátturinn

Lyfjafræðingar aðstoða, áhugaverðir staðir að ferðast til og póstkort frá Magnúsi

Lyfja­fræðing­ur­inn Sig­ríður Pálína Arn­ar­dótt­ir sem rekur Reykjanesapótek hefur ásamt sínu teymi hjálpað fólki við venja sig af og trappa sig niður vegna neyslu á ávanabindandi lyfjum. Hún flutti til Íslands árið 2017 frá Noregi og er undir miklum áhrifum þaðan um hvernig lyfjafræðingar geta veitt fólki þessa aðstoð. Sigríður vill taka kaupmannsstimpilinn af lyfjafræðingum því þeir séu fyrst og fremst heilbrigðisstarfsfólk sem geti létt undir með heilsugæslunni sem oft umsetin og færri komast en vilja. Sigríður sagði okkur frá á alþjóðadegi lyfjafræðinga sem er einmitt í dag.

Flestir Íslendingar hafa afskaplega gaman af ferðast og eru sífellt leita nýjum áhugaverðum áfangastöðum. Provence í Frakklandi og Gvade-lúp-eyjar og Martinique í Karíbahafinu eru landsvæði sem eiga ólíka sögu en eiga það sameiginlegt vera rík af menningu og spennandi áfangastaðir fyrir ferðalanga. Grégory Cattaneo Miðaldasagnfræðingur og rithöfundur kom til okkar og fór yfir sögu þessara ólíku landsvæða og kafar ofan í þá menningarlegu þróun sem þar hefur átt sér stað.

Við fengm póstkort frá Magnúsi R Einarssyni í dag. Póstkortið sagði af ferðalögum Magnúsar undanfarna daga, en hann hefur verið á ferð með fjölda manns um þýskar borgir. Hann segir frá fenjasvæðinu Spreevald sem er einstakt og stundum kallað sveitaútgáfan af Feneyjum. En er hann staddur á Möltu og sagði okkur aðeins af þeirri sólskinsríku og sögufrægu eyju.

Tónlist frá útsendingarlogg 2024-09-25

Flott - Hún ógnar mér.

L'amour fou - Austurstræti.

Kristjana Arngrímsdóttir - Útþrá.

Hljómar - Þú og ég.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

25. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,