Mannlegi þátturinn

Auglýsa eftir gömlum fötum, lífið fyrir norðan og heilsuspjallið

Í mars byrja upptökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur. Rakel Garðarsdóttir, einn framleiðenda þáttanna, kom í þáttinn í dag og við forvitnuðumst um þættina og líka það þau eru auglýsa eftir gömlum fötum, hlutum og munum frá tímabilinu 1948 til 1980. Þau eru sem sagt biðja fólkið í landinu um kíkja í geymslurnar sínar og ef þau eiga föt eða muni sem eru einkennandi fyrir það tímabil sem þættirnir gerast á og eru tilbúin lána eða gefa í framleiðsluna. Rakel útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum.

Útivistarkonan Valgerður Húnbogadóttir ákvað í haust ásamt fjölskyldu sinni venda kvæði sínu í kross, segja bless við stressið í Reykjavík og prófa búa í eitt ár á Akureyri. Eftir flutningana segir Valgerður fjölskyldan hafi grætt nokkra klukkutíma á dag og komist á skíði nánast daglega. Valgerður sagði okkur betur frá þessum breytingum hér á eftir.

Svo heyrðum við í Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í heilsuspjallinu í dag. Hún talaði í dag um þær hugsanir sem koma upp t.d. um áramót og á tímamótum, þegar við ætlum mögulega snúa taflinu við og gera átak í heilsunni og mataræði, við gerum þær ekki í of miklum gassagangi, heldur stöldrum við og hlustum á líkama okkar. Jóhann útskýrði þetta betur fyrir okkur í spjallinu.

Tónlist í þættinum í dag:

Litla sæta ljúfan góða / Hljómsveit Ingimars Eydal (lag Thore Skogman, texti Valgeir Sigurðsson)

Gling gló / Björk Guðmundsdóttir og tríó Guðmundar Ingólfssonar (Alfreð Clausen og Kristín Engilbertsdóttir)

Theme From A Summer Place / Percy Faith Orchestra (Max Steiner) Days of Wine and Roses / Henry Mancini og hljómsveit (Johnny Mercer & Henri Mancini)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR

Frumflutt

9. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,