Mannlegi þátturinn

Andrea Margrét, Móðurmál 30 ára og póstkort frá Magnúsi

Það er aldrei of seint skella sér í nám og láta draumana rætast. Þetta eru skilaboð Andreu Margrétar Þorvaldsdóttur, sem er nýútskrifaður rafvirki frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Andrea er nýorðin fimmtug og er þessa vikuna klára sveinspróf en hún er búin með þrjú próf af fimm. Á unglingsárum ýjaði kennari því hún gæti einfaldlega ekki lært stærðfræði og það kom í veg fyrir hún færi í frekara nám á yngri árum. Við töluðum við Andreu í þættinum í dag.

Móðurmál samtök um tvítyngi á þrjátíu ára afmæli í ár. Móðurmál er hagsmuna- og regnhlífasamtök sem styðja við og halda utan um móðurmálskennslu á höfuðborgarsvæðinu. Markmið samtakanna er styðja við móðurmálshópa og móðurmálskennara, vinna með foreldrum fjöltyngdra barna því skapa börnunum tækifæri til læra móðurmál sín og þannig styðja við virkt fjöltyngi í samfélaginu. Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari samtakanna. Oksana Shabatura, stjórnarkona og Þórður Arnar Árnason, verkefnastjóri hjá Móðurmáli, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá samtökunum, starfseminni og afmælinu.

Við fengum svo lokum póstkort í dag frá Magnúsi R. Einarssyni. Magnús segist vera kominn með opinbera staðfestingu á því vera orðinn eyjamaður. Vandi fylgir vegsemd hverri og hann lenti strax í deilum við fólk af fasta landinu um ýmislegt sem gengur á í Vestmannaeyjum. Hann segir líka frá þeirri sektarkennd sem fylgir því horfa á hnefaleika í sjónvarpinu. Í lokin fjallar hann aðeins um hvernig Saudi Arabía er reyna laga vonda ímynd sína í veröldinni með því kaupa viðburði og afburða íþróttamenn.

Tónlist í þættinum í dag:

Nýfallið regn / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson)

Sjóddu frekar egg / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)

Danska lagið / Bítlavinafélagið (Eyjólfur Kristjánsson)

Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

5. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,