Mannlegi þátturinn

Bridds á Íslandi, Gott að eldast og heilsuspjallið

Sterkasta briddsmót sögunnar, sem fram hefur farið hér á landi, hófst í gær og það verður spilað í fjóra daga í Hörpu. Margar af skærustu stjörnum briddsheimsins taka þátt. Áhugi á bridds hefur tekið kipp undanfarið hérlendis en um tuttugu þúsund Íslendingar spila bridds reglulega. Við forvitnuðumst í dag um bridds og því kom forseti Bridgesambands Íslands, Brynjar Níelsson, í þáttinn til fræða okkur, bæði um bridds og alþjóðlegu mótin tvö sem fara fram hér á landi, því þegar hinu fyrra lýkur þá er blásið nánast um leið til leiks í öðru alþjóðlegu móti í Hörpu.

Í dag lifir fólk almennt lengur en áður og það er líka virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir kom í þáttinn í dag. Hann er einn yfirlækna á Reykjalundi, formaður verkefnastjórnar verkefnisins Gott eldast og hann var nýlega ráðinn til vera yfir öllum endurhæfingadeildum á Landakotsspítala. Á nýafstöðnum læknadögum flutti Ólafur erindið Endurhæfing eldra fólks, hvert stefnum við? Hann fræddi okkur um stöðuna í þessu mikilvæga málaflokki.

Jóhanna Vilhjálmsdóttir kom svo í heilsuspjallið og við héldum áfram tala um föstur og fleira í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Fyrir austan mána / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson og Loftur Guðmundsson)

Ég veit þú kemur / Elly Vilhjálms (Oddgeir Kristjánsson og Ási í bæ)

Heima / Kvartett Reynis Sigurðssonar (Oddgeir Kristjánsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

23. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,