Mannlegi þátturinn

Ólafía Hrönn föstudagsgestur og þjóðlegir réttir á kosninganótt

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona, söngkona og lagahöfundur. Hún hefur auðvitað leikið fjölda hlutverka á sviði og í sjónvarpi og kvikmyndum og svo er hún meðlimur í Heimilistónum og Hljómsveit Jarþrúðar og hefur sungið víða. Framundan er Sumarkjólaball Heimilistóna í Gamla Bíói, en við fórum auðvitað aftur í tímann með Ólafíu, á æskuslóðirnar, í Reykjavík, á Höfn í Hornafirði og á Laugarvatni. Við fórum svo með henni á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og spjallið leiddi okkur á skemmtilegar slóðir, til dæmis þegar hún sagði frá því hvaðan draumurinn um verða leikkona kom, grínið og hljómsveitirnar, en hún er nýbúin stofna tríó sem ber nafnið Mamma þín.

HP sósan var svo til umfjöllunar í Matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti, en í síðustu viku fjölluðum við um Worchestershire sósuna. Svo ræddum við hugmyndir þjóðlegum smáréttum og partýmat sem sniðugt gæti verið bera á borð á kosningavökunni annað kvöld.

Tónlist í þættinum í dag:

liggur vel á mér / Ingibjörg Smith (Óðinn G Þórarinsson og Númi Þorbergs)

Tuð / Hljómsveit Jarþrúðar (Ólafía Hrönn Jónsdóttir)

Haltu utan um mig / Heimilistónar (Ólafía Hrönn Jónsdóttir)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

31. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,