• 00:04:38Guðmundur Pétursson föstudagsgestur
  • 00:23:53Guðmundur Pétursson - seinni hluti
  • 00:40:36Matarspjallið - Jamie Oliver og mandarínur

Mannlegi þátturinn

Guðmundur Pétursson föstudagsgestur og Jamie Oliver í matarspjallinu

Föstudagsgesturinn okkar í þetta sinn var gítarleikarinn og tónskáldið Guðmundur Pétursson. Hann var senda frá sér glænýja LP plötu og á henni er t.d. lagið sem hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir, Wandering beings en það er einmitt heiti plötunnar. Við ræddum við Guðmund um tónlistina og upphafið með gítarinn og þegar hann varð frægur á einni nóttu eftir hafa komið 14 ára fram í kosningarsjónvarpinu á RÚV. Hann sagði okkur til dæmis frá því hvað tónlistin spilar stórt hlutverk í hans lífi, en hann telur um það bil 90% af því sem fram fer í höfði hans tónlistartengt.

Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og frú Sigurlaug Margrét dró fram fyrstu matreiðslubók Jamie Oliver, Kokkur án klæða. Við fórum aðeins yfir hans feril, skoðuðum nokkrar uppskriftir og svo ræddum við aðeins um mandarínur í lokin.

Tónlist í þættinum:

Taktu til við tvista / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson)

Wandering Beings / Guðmundur Pétursson (Guðmundur Pétursson)

Battery Brain / Guðmundur Pétursson (Guðmundur Pétursson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

22. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,