• 00:05:17Ellen Calmon - staða húsnæðismála Grindvíkinga
  • 00:21:18Vinkill - Guðjón Helgi Ólafsson
  • 00:34:45Sunna Kristín - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Húsnæðismál Grindvíkinga, vinkill og Sunna Kristín lesandinn

Ellen Calmon var ráðin verkefnisstýra Húsnæðisteymis Grindavíkurbæjar sl.desember en verkefnið var áætlað í 6 mánuði. Í upphafi snerist vinnan um koma fólki í bráðabirgðarskjól en er verið vinna varanlegri lausnum í húsnæðismálunum. Ellen og hennar teymi hefur það verk með höndum halda utan um og aðstoða það fólk sem er húsnæðislaust. Ellen kom til okkar í dag og fór með okkur yfir stöðuna.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, í þetta sinn fjallaði vinkillinn um ótímabæra framkvæmdagleði á svikavori, en líka um ábrysti og hvernig þeir eru hanteraðir. Þá er fjallað um óhefðbundnar aðferðir við vinna ýmis verk og hvernig sumar þeirra eiga uppruna sinn á einum stað og einni stundu auk þess sem nefnd eru ýmis dæmi um slíkt; en sum hver lýsa rósrauðum bjarma fortíðar og eru ekki til eftirbreytni í nútímanum.

Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Sunna Kristín Hilmarsdóttir verkefnastjóri hjá samskiptasviði Háskólans í Reykjavík. Við fengum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sunna talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

I am Glad My Mom Died e. Jennette McCurdy

Tól e. Kristínu Eiríksdóttur

Þagnarbindindi e. Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur

Kláði e. Fríðu Ísberg

svo talaði hún um Guðrúnu Evu Mínervudóttur

Tónlist í þættinum:

Daydream / Doris Day (John Sebastian)

Answer me, my love / Silva Þórðardóttir og Steingrímur Karl Teague (Gerhard Winkler, Fred Rauch og Carl Sigman)

Lazy Sunday / Small Faces (Lane & Marriot)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

11. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,