• 00:04:49Þorgerður Katrín - föstudagsgestur
  • 00:21:18Þorgerður Katrín - seinni hluti
  • 00:41:18Matarspjallið - sósur með hátíðarmatnum

Mannlegi þátturinn

Þorgerður Katrín föstudagsgestur og sósumatarspjall

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingkona var föstudagsgestur Mannlega þáttarins þessu sinni og við komum víða við í spjallinu með henni. Hún rifjaði upp æsku sína og hvernig hún ætlaði sér verða dýralæknir lengi vel, hvað henni leið vel í sveitinni en líka hversu gaman það var alast upp í Breiðholtinu. En hvernig stóð á því hún fór í stjórnmálin? Hvers vegna fór hún í lögfræði en ekki leiklist? Við heyrðum allt um það í skemmtilegu spjalli við Þorgerði Katrínu.

Í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti töluðum við um sósugerð fyrir jólin. Rjúpusósa, sósa með kalkúninum og hamborgarhryggnum. Ekki vorum við öll sammála um hvað og hvað ekki í þeim efnum en við vorum þó sammála um góð sósa getur svo sannarlega gert gæfumuninn.

Tónlist í þættinum í dag:

Bíddu pabbi / Vilhjálmur Vilhjálmsson (lag Callander & Stevens, texti Iðunn Steinsdóttir)

Sister Golden Hair / America (Gerry Beckley)

Fairytale of New York / The Pogues & Kirsty MacColl (Jem Finer & Shane MacGowan)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

22. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,