Mannlegi þátturinn

Hjólar 12 þúsund km. í ár, Fúsi og Aggi og söngstund í Hannesarholti

Við heyrðum sögu Einars Guttormssonar í dag. Hann greindist með parkinson fyrir um 5 árum og hafði fundið einkenni í u.þ.b. fimm ár þar á undan. Við greiningu tók Einar þá ákvörðun hreyfa sig til vinna á móti einkennunum og hann stóð heldur betur við það, hann hjólar um það bil heilt maraþon á hverjum degi, stundum allt upp í 200 kílómetra á dag. Hann hefur toppað sig á hverju ári og hefur hjólað yfir 11 þúsund kílómetra í ár og ætlar ekki hætta fyrr en hann nær takmarkinu tólf þúsund kílómetrum. Einar kom til okkar í dag og deildi með okkur sinni sögu.

Svo kynntumst Fúsa í dag. En sýningin Fúsi: Aldur og fyrri störf var frumsýnd um helgina í Borgarleikhúsinu. Leikritið er heimildaleiksýning um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Fúsa, þar sem Fúsi fer yfir ævi sína með hjálp góðra leikara. Agnar Jón Egilsson, leikstjóri og leikari og frændi Fúsa tók viðtöl við Fúsa á meðan á Covid faraldrinum stóð og upp úr þeim er sýningin unnin. Sýningin markar tímamót í íslensku leikhúsi því þetta er í fyrsta sinn sem leikrit um, eftir og leikin af leikara með þroskaskerðingu er sett á svið hér á landi. Þeir frændur, Fúsi og Aggi, komu til okkar í dag og sögðu okkur frekar frá sýningunni, sem hefur fengið afskaplega jákvæða gagnrýni og hlaut Múrbrjótinn, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Við fræddumst svo lokum um söngstund í Hannesarholti þar sem kynslóðirnar geta komið saman og sungið af hjartans lyst á laugardaginn kemur. Syngjum saman er heiti á viðburði sem oft hefur verið boðið uppá í Hannesarholti og í vetur verður stundin tileinkuð Marinellu Ragnheiði Haraldsdóttur, sem var fædd 1933 og hefði því orðið níræð 14.september sl.en hún lést í sumar. Dóttir Marinellu, Ragnheiður J. Jónsdóttir sagði okkur frá móður sinni og því Hannesarholt er í rauninni til í þeirri mynd sem það er í í dag vegna hennar og hún mætti á alla Syngjum saman viðburðina þar til heimsfaraldurinn truflaði taktinn.

Tónlist í þættinum í dag:

Vetur / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson)

Presley / Katrín Halldóra (Grafík-Rúnar Þórisson)

Lítill drengur / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Kjartansson og Vilhjálmur Vilhjálmsson)

Fram í heiðanna / KK og Maggi Eiríks (erl.lag, texti Friðrik A. Friðriksson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

23. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,