Mannlegi þátturinn

Ný námsbraut hjá VMA, hrós- og þakkarkort, huggunarmatur

Í Verkmenntaskólanum á Akureyri er gerð tilraun með nýja námsbraut fyrir nemendur sem hafa ekki íslensku móðurmáli. Þetta tilraunaverkefni var sett af stað vegna þess nemendum sem höfðu engan grunn í tungumálinu fjölgaði hratt. Nýju brautinni er ætlað skapa umgjörð í kringum þennan fjölbreyta hóp til hjálpa þeim læra íslensku sem nýtist svo í áframhaldandi námi eða á íslenskum vinnumarkaði. Við kíktum í heimsókn í Verkmenntaskólann og ræddum þar við þær Jóhönnu Björk Sveinbjörnsdóttur og Hörpu Jörundardóttur sem sögðu betur frá brautinni.

Jensína Edda Hermannsdóttir leikskólastýra kom svo til okkar í dag, hún sagði okkur frá því hvernig þau hafa æft og iðkað jákvæða athygli með börnunum í Leikskólanum Laufásborg, þar sem þau notast meðal annars við hróskort og þakkarkort. Jensína útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum.

Við fengum svo innslag sem Björk Þorgrímsdóttir vann fyrir Mannlega þáttinn, en hún var starfsnemi hér á Rás 1. Hún var velta fyrir sér fyrirbærinu comfort food, sem gæti verið þýtt á íslensku sem huggunarmatur. Hún spurði fjórar manneskjur á förnum vegi um þeirra huggunarmat. Svo talaði hún við Jón Þór Pétursson, nýdoktor í þjóðfræði um huggunarmat og hvað það er í raun flóknara borða í dag þrátt fyrir allsnægtir og auðvelt aðgengi.

Tónlist í þættinum í dag:

Danska lagið / Bítlavinafélagið (Eyjólfur Kristjánsson)

Helga / Magnús Kjartansson (Magnús Kjartansson

Rock'n'roll öll mín bestu ár / Brimkló (lag K. Johnson, texti Þorsteinn Eggertsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR

Frumflutt

11. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,