• 00:06:53Helgi Pétursson - Landsfundur LEB
  • 00:22:34Vinkill nr.85 - Guðjón Helgi Ólafsson
  • 00:35:04Kamilla Kjerúlf - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Landssamband eldri borgara, vinkill og Kamilla lesandinn

Landsfundur Landssambands eldri borgara verður haldinn á morgun kl.10 á Hótel Natura. Búist er við fjölda fólks á fundinn frá 55 félögum eldra fólks af öllu landinu, en um 37 þúsund manns eru innan sambandsins. Á fundinum var sérstök áhersla lögð á undirbúning næstu kosninga til Alþingis og möguleikum á beina kröftum fólks til þeirra stjórnmálaflokka sem styðja kjarabaráttu eldra fólks. Landssamtök eldri borgara hafa reynt vekja athygli stjórnvalda á um 15.000 eldri borgarar búa við slæm kjör og brýnt grípa til sértækra aðgerða til rétta hlut þeirra. Helgi Pétursson formaður LEB kom í þáttinn í dag.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í þetta sinn fjallaði hann um möguleikann á hlutlaust karlkyn eigi undir högg sækja í íslensku og vitnað er í nýlega grein sem fjallar um málið, auk þess sem vafasöm rannsókn pistlahöfundar um sama mál er lítillega rædd. Þá er fjallað um sanddæluskipið Trölla sem er staðsettur austur á Hornafirði, en hann og þjónustupramminn Nökkvi eiga fimmtíu ára afmæli á þessu ári. Þeir eiga mjög merkilega forsögu í 577 metra hæð, órafjarri sjó.

Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Kamilla Kjerúlf lögfræðingur, barnabókarithöfundur og saksóknarfulltrúi hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Við fengum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Kamilla talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Undir yfirborðinu e. Freida McFadden

Þú sérð mig ekki e. Evu Björg Ægisdóttur

DJ Bambi e. Auði Övu Ólafsdóttur

Sjö systur e. Lucinda Riley

Harry Potter bækurnar e. JK Rowling

Ungfrú Ísland e. Auði Övu Ólafsdóttur

The Hunger Games serían e. Suzanne Collins

Tónlist í þættinum í dag:

Lukta-Gvendur / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfs (Nat Simone, texti Eiríkur Karl Eiríksson)

Manic Monday / The Bangles (Prince)

Massachusetts / Bee Gees (Maurice, Robin og Barry)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

13. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,