• 00:06:54Svandís Anna - Sjúkást, jafnvægi í samskiptum
  • 00:29:06Berglind Soffía - vannæring hjá eldra fólki

Mannlegi þátturinn

Sjúkást og jafnvægi, vannæring eldra fólks

Sjúkást er fræðslu- og forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta. Í árlegri herferð sem fór af stað í vikunni er verið velta fyrir sér jafnvæginu í samskiptum og því sem getur raskað því. Til dæmis aldursmunur, líkamlegur styrkur, frægð, æsingur, vinsældir, hræðsla, skert meðvitund og fleira. Svandís Anna Sigurðardóttir, verkefnastýra fræðslu og forvarna hjá Stígamótum, kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá Sjúkást, jafnvægi og spjallinu Sjúktspjall á www.sjukast.is þar sem hægt er senda inn nafnlausar spurningar.

Vannæring, eða áhætta á vannæringu, er algengt vandamál hjá eldra fólki. Algengi vannæringar eða áhætta á vannæringu er hjá eldra fólki sem dvelst á sjúkrahúsi og eftir útskrift versnar oft næringarástand þess. í janúar varði Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal doktorsritgerð sína í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Í ritgerðinni rannsakaði hún tvo hópa, 65 ára og eldri, sem voru útskrifast heim frá Landspítala og voru í áhættu á vannæringu. Öðrum hópnum veitti hún næringarmeðferð og frítt orku- og próteinbætt fæði ásamt næringardrykkjum í 6 mánuði eftir útskrift. Hinn hópurinn fékk ekki slíka aðstoð og niðurstöðurnar eru sláandi. Berglind kom til okkar í dag.

Tónlist í þættinum:

Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson)

Saturday Sun / Nick Drake (Nick Drake)

Aquarius / The Fifth Dimension (Galt MacDermot, Gerome Ragni & James Rado)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

20. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,