• 00:05:18Magga Stína - föstudagsgestur
  • 00:23:55Magga Stína - seinni hluti
  • 00:37:11Matarspjallið - enn um bix eða biks

Mannlegi þátturinn

Magga Stína föstudagsgestur og áfram um bíxímat

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var söng- og tónlistarkonan Magga Stína, eða Margrét Kristín Blöndal. Hún hefur afrekað ýmislegt á sínum tónlistarferli, sungið með hljómsveitum eins og Sýrupolkasveitinni Hr.ingi.r, Risaeðlunni, Bikarmeisturunum, Jazzhljómsveit Konráðs og Dvergunum sjö. Hún hefur einnig gefið út sólóplötur í eigin nafni og eina núna nýlega, upptaka af tónleikum hennar í Hörpu árið 2020 hvar hún söng lög eftir Megas. Magga Stína kom víða við í spjallinu við fórum aftur í tímann á æskuslóðirnar í Þingholtunum og í Vesturbænum. Hún talaði um tónlistina, fiðlubogann, metnaðarleysi i markaðsmálum og nýju plötuna.

Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað. Við héldum áfram tala um bíxímat, við fengum talsvert af ábendingum og skilaboðum frá hlustendum eftir spjall síðustu viku og fékk Guðrún tækifæri lýsa sinni skoðun á bíxímat. Svo ræddum við nýtingu á afgöngum og heyrðum um lambalæri eftir palenstínskri uppskrift.

Tónlist í þættinum í dag:

Hope / Risaeðlan (Magga Stína og Risaeðlan)

Naturally / Magga Stína (Magga Stína)

Vinaminni / Magga Stína (Magnús Þór Jónsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

19. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,