• 00:04:50Stefán Máni - föstudagsgestur
  • 00:23:59Stefán Máni - seinni hluti
  • 00:38:19Matarspjallið - heitt súkkulaði (og kakó)

Mannlegi þátturinn

Stefán Máni föstudagsgestur og súkkulaði- matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson. Hann hefur gefið út skáldsögur frá árinu 1996, u.þ.b. þrjátíu bækur á jafnmörgum árum. Margar af hans sögum fjalla um rannsóknarlögreglumanninn Hörð Grímsson, til dæmis nýjasta sem var koma út, Hin helga kvöl, þar sem Hörður glímir við dularfullt mál eftir lík af karlmanni finnst. Stefán Máni hefur hlotið íslensku glæpasagnaverðlauninn Blóðdropann fjórum sinnum. Við spjölluðum við hann um lífið og tilveruna, bækurnar, Hörð Grímsson og fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar í Ólafsvík í dag.

Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti. Jólin nálgast með öllum sínum kræsingum, framundan er dimmt en hlýtt og við ákváðum því tala um heitt súkkulaði og smá um heitt kakó í lokin.

Tónlist í þættinum í dag:

Léttur yfir jólin /Ríó tríó (lagahöfundur ókunnur, texti Jónas Friðrik Guðnason)

Black / Pearl Jam (Eddie Vedder & Stone Gossard)

Það á gefa börnum brauð / Savanna tríóið (Jórunn Viðar, textahöfundur ókunnur)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

12. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,