• 00:06:00Helgi og Björn - kosningafundur LEB
  • 00:22:41Jónatan Garðarsson um Óðinn Valdimarsson
  • 00:38:41Póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni

Mannlegi þátturinn

Kosningafundur LEB, Jónatan um Óðinn Valdimarsson og póstkort frá Magnúsi

Landssamband eldri borgara hefur boðað til kosningafundar á morgun með frambjóðendum allra flokka sem bjóða fram á landsvísu. Málefni fundarins verða þau mál sem brenna mest á eldri borgurum þessa lands, svo sem kjaramál, heilbrigðismál og húsnæðismál. Frambjóðendur allra flokka sem bjóða fram á landsvísu munu kynna sín stefnumál í þeim málaflokkum sem snúa eldri borgurum og því loknu verða pallborðsumræður. Helgi Pétursson formaður LEB og formaður kjaranefndar sambandsins, Björn Snæbjörnsson voru hjá okkur í dag.

Svo kom Jónatan Garðarsson til okkar og tók upp þráðinn frá því í vor og hélt áfram segja okkur frá íslensku tónlistarfólki. Í dag sagði hann okkur frá Óðni Valdimarssyni, sem hefur á allra síðustu árum tengst laginu Er völlur grær (Ég er kominn heim) en þessi magnaði söngvari söng mun fleiri lög sem náðu miklum vinsældum og segja flest það sem hann kom nálægt á yngri árum hafi orðið sígilt og heyrist reglulega á öldum ljósvakans. Ævi Óðins var hins vegar þyrnum stráð og Jónatan sgði okkur betur frá í þættinum.

Við fengum svo lokum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Það verður norðan átt ríkjandi næstu daga í Vestmannaeyjum og því fagnar Magnús í póstkorti dagsins. Þrátt fyrir kulda er fallegt gluggaveður og samgöngur tryggari við Landeyjahöfn en í útsynningnum sem hefur gert Eyjamönnum lífið leitt undanförnu. Það er mikið fjallað um hugsanleg göng milli lands og Eyja núna fyrir kosningarnar, sem Magnúsi líst svona í döpru lagi á muni raungerast. Póstkortið sagði líka af straumi ungra Afríkumanna til Rússlands og í framhaldinu er fjallað um hið gríðarlega mannfall í stríðinu við Úkraínu sem hugsanlega muni draga Rússa samningsborðinu.

Tónlist í þættinum

Hringrás lífsins / Berglind Björk Jónasdóttir (Alan Menken - Ólafur Haukur Símonarson)

Hringrás lífsins / Páll Rósinkrans og Icelandic Pop Orchestra (Rúnar Þór Pétursson, texti Ómar Ragnarsson)

Hringrás / Þorgrímur Jónsson Quintett (Þorgrímur Jónsson)

Ég er kominn heim / Óðinn Valdimarsson (Imré Kálmán, texti Jón Sigurðsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

20. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,