Mannlegi þátturinn

Vaðlaheiðagöng, vinkill um mælieiningar og Þröstur lesandinn

Vaðlaheiðagöng er heiti á nýju verki sem sviðslistahópurinn Verkfræðingar munu frumsýna á Nýja sviði Borgarleikhússins 2.febrúar. Það segja verkið fjalli um brothætt samband manns og náttúru. Karl Ágúst Þorbergsson, listrænn stjórnandi verksins er hættur sem lektor við sviðslistadeild LHÍ og farinn í húsamíðanám. Við ræddum við Karl í dag.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni úr flóanum í dag. Í þetta sinn var vinklinum brugðið á lítinn leikþátt sem fjallar um mismunandi mælieiningar með áherslu á mun metrakerfisins og þeirri aðferða sem algengast er beita í Bandaríkjum Norður-Ameríku.

Svo var það lesandi vikunnar, en þessu sinni var það Þröstur Helgason doktor í bókmenntafræði og stofnandi KIND útgáfu, en útgáfan stendur fyrir námskeiði um Eggert Pétursson listmálara í tilefni af útkomu nýrrar bókar um listamanninn. En við fengum auðvitað vita hvaða bækur Þröstur hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þröstur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Ýmsar bækur sem fjalla á einn eða annan hátt um bláa litinn,

Ljóðasafn Jónasar Hallgrímssonar

All That is Solid Melts Into Air e. Marshall Berman

David Scott Kastan: On Color

Paradísamissir e. John Milton í nýrri þýðingu Jóns Erlendssonar

Svo nefndi Þröstur fræðifólkið Michel Foucault, Roland Barthes, Matthías Viðar Sæmundsson, Ástráður Eysteinsson, Jón Karl Helgason, Dagný Kristjánsdóttir og Helga Kress, sem öll hafa á einn eða annan hátt haft áhrif á hans störf og skrif.

Tónlist í þættinum í dag:

Sólarsamban / Rebekka Blöndal (Ásgeir Ásgeirsson, Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugsson)

Heim / Magni Ásgeirsson (Magni Ásgeirsson og Ásgrímur Ingi Ásgrímsson)

Winning Streak / Glen Hansard (Glen Hansard)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

22. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,