• 00:05:40Íris Stefanía Skúlad. - námskeiðið Kynveran
  • 00:30:46Kjartan Valgarðss. - Að skilja börnin, netnámskeið

Mannlegi þátturinn

Íris Stefanía og Kynveran og netnámskeið Geðverndarfélagsins

Íris Stefanía Skúladóttir kom í þáttinn í dag. Hún er fara af stað með námskeiðið Kynveran í Kramhúsinu. Hún hefur þróað það í tvö ár í framhaldi af lokaverkefni hennar frá LHÍ sem kallaðist „Þegar ég fróa mér“. Eftir útskrift hefur verkefnið lifað góðu lífi og vaxið og dafnað. Hún hefur meðal annars farið með það á leiklistarhátíð í Finnlandi nýlega, einnig til Hollands og Akureyrar. Íris sagði okkur frá því hvernig þetta verkefni varð til, þær viðtökur sem hún fékk þegar hún sýndi þessum málum áhuga ung aldri og því hvernig þau misgóðu viðbrögð gerðu hana enn ákveðnari í rannsaka kynveruna í okkur og láta ekki skömmina stjórna sér. Eins og hún segir, því betur sem við tengjumst kynverunni í okkur sjálfum, því fyrr byrjum við elska okkur og sættast við okkur sjálf.

Við fræddumst svo um netnámskeið sem verða tekin í gagnið á næstunni. Þau eru á vegum Geðverndarfélags Íslands í samvinnu við bresk heilbrigðisyfirvöld. Námskeiðin, sem eru sem sagt á vefnum https://inourplace.co.uk/iceland/ og verða opin fyrir alla án endurgjalds. Þau eru hugsuð fyrir fjölskyldur, foreldra, aðstandendur, ömmur og afa og einnig verða námskeið eingöngu fyrir unglinga. Námskeiðin eru 17 talsins og verða öll á íslensku, en fyrsta námskeiðið sem búið er þýða á íslensku er „Að skilja barnið - frá smábarni til unglings“. Kjartan Valgarðsson, framkvæmdastjóri Geðverndarfélagsins, kom í þáttinn og sagði okkur frekar frá þessum námskeiðum og hvernig þau virka.

Tónlist í þættinum:

Ég bíð við bláan / Anna Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Phil Spector, texti Jón Sigurðsson)

Unforgettable / Aretha Franklin (Irwing Gordon)

Grasaferð / Snorri Helgason (Snorri Helgason)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

18. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,