• 00:06:22Stefán Jónss. og Haraldur Ari - föstudagsgestir
  • 00:24:01Stefán og Haraldur Ari - seinni hluti
  • 00:41:41Matarspjall frá Róm

Mannlegi þátturinn

Föstudagsfeðgarnir Stefán og Haraldur Ari og matarspjall frá Róm

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru aftur tveir, eins og í síðustu viku, en í þetta sinn eru það feðgar. Ekki nóg með það heldur leikstýrir faðirinn syninum í leikriti sem fjallar um feðga. Þetta eru þeir Stefán Jónsson, leikari og leikstjóri og Haraldur Ari Stefánsson leikari og tónlistarmaður. Við spjölluðum við þá í dag um lífið, listina og tilveruna. Við fórum með þeim aftur í tímann og fundum hvar leiklistin fór láta á sér kræla hjá þeim hvorum fyrir sig. Og svo spjölluðum við auðvitað líka um leikritið Sýslumaður dauðans sem þeir eru vinna saman í, en þetta er í fyrsta skipti sem þeir vinna saman á leiksviði.

Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var auðvitað á sínum stað nema þessu sinni var það í beinni útsendingu frá þeirri mögnuðu borg Róm, en þar hefur Sigurlaug dvalið undanfarna daga við rannsaka mat og drykk. Róm er margslungin borg og maturinn magnaður. Guðrún var í beinni frá Akureyri og Gunnar var í Efstaleitinu á meðan sólargeislarnir léku um Sigurlaugu á meðan hún talaði meðal annars um spaghetti carbonara og rómveskar pizzur.

Tónlist í þættinum:

Snefill / Moses Hightower (Steingrímur Karl Teague, Andri Ólafsson, Magnús Trygvason Eliassen og Daníel Friðrik Böðvarsson)

Til þín / Haraldur Ari Stefánsson og Unnsteinn Manuel (Laurent Bourque, Ingi Þór Garðarsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, texti Haraldur Ari Stefánsson og Unnsteinn Manuel)

Ást / Karlakórinn Fóstbræður (Magnús Þór Sigmundsson, ljóð Sigurður Nordal)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

27. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,