• 00:05:02Álfheiður og Guðfinna - Sálfræðistöðin hættir
  • 00:23:04Ásgeir Ásgeirss. - tyrknesk tónlist og hljóðfæri

Mannlegi þátturinn

Álfheiður, Guðfinna og Sálfræðistöðin og klassísk tyrknesk tónlist

Við töluðum í dag við þær Álfheiði Steinþórsdóttur og Guðfinnu Eydal, þær eru báðar sérfræðingar í klínískri sálfræði. Eftir 45 ára samstarf, þar af hafa þær rekið Sálfræðistöðina í fjörutíu ár, ákváðu þær loka stöðinni, líklegast fyrir fullt og allt, í lok ársins. Við spjölluðum við þær um þeirra langa og merkilega feril, en þær hafa, auk þess skrifa saman fjölmargar bækur um sálfræði og mismunandi æviskeið, haldið fjölmörg námskeið og ráðstefnur meðal annars um breytingaskeiðið og vinnustaðasálfræði. Það var um nóg tala við þær stöllur, Álfheiði og Guðfinnu, á þessum tímamótum.

Það er ekki algengt sjá auglýsta tónleika hér á landi þar sem eingöngu er flutt klassísk tyrknesk tónlist en í næstu viku verður flutt svokölluð klassísk tyrknesk Ottoman tónlist. Tónlistarstíll þessi nær aldir aftur í tímann og voru tyrknesku tónskáldin oft innblástur fyrir vestrænu tónskáldin. Tónlistarhefð þessi inniheldur framandi hljóðfæri fyrir okkur Íslendinga og er gríðarlega krefjandi fyrir flytjendur þar sem óvenjulegir taktar og míkrótónar eru mikið notaðir. Ásgeir Ásgeirsson tónlistarmaður hefur á undanförnum árum sótt tíma á tyrkneskt oud hjá nokkrum af færustu oud leikurum veraldar og hann ásamt Phaedon Sinis, sem er bandarísk/grískur hljóðfæraleikari, mynda Sinis-Ásgeirsson duo. Við heimsóttum Ásgeir og skoðuðum meðal annars þessi hljóðfæri.

Tónlist í þættinum í dag:

Big Jumps / Emiliana Torrini (Emiliana Torrini & Dan Carey)

Sing, Sing, Sing / Benny Goodman (Louis Prima)

Ólafur reið með björgum fram / Ásgeir Ásgeirsson og félagar (Þjóðlag og Ásgeir Ásgeirsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

4. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,