Mannlegi þátturinn

Solihull aðferðin, íslensk strandmenning og eldsumbrotin

Solihull er aðferð sem snýst um snemmtæka íhlutun, aðgerðir og vinnulag til auka geð- og tilfinningaheilbrigði ungra barna og foreldra. Við fræddumst í dag um þessa aðferð þegar Gunnlaug Thorlacius, yfirfélagsráðgjafi Landspítalans og formaður Geðverndarfélags Íslands, kom í þáttinn ásamt Kjartani Valgarðssyni framkvæmdastjóra félagsins einmitt til þess fræða okkur um Solihull aðferðina.

Framundan er málþing Vitafélagsins um íslenska strandmenningu, stöðu hennar og framtíð. Málþingið fer fram á Akranesi 4. mars, þar verða flutt erindi um strandmenningu, sögu hennar, strandmenningu í bókmenntum og fleira auk þess sem það verða pallborðsumræður. Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins kom í þáttinn ásamt Árna Daníel Júlíussyni sagnfræðingi og þau sögðu okkur frekar frá íslenskri strandmenningu og málþinginu.

Þorvaldur Þórðarsson prófessor í eldfjallafræði og bergfræði kom svo til okkar og við spurðum hann útí stöðuna á Reykjanesi þar sem enn einu sinni er útlit fyrir gos. Hann fræddi okkur um hvað er í gangi undir yfirborði jarðar í svona jarðhræringum og eldsumbrotum og þetta tímabil sem augljóslega er hafið og sér ekki fyrir endann á í bili minnsta kosti.

Tónlist í þættinum í dag:

Þúsund sinnum segðu / Toggi og Ourlives (Helgi Björnsson, Rafn Jónsson, Sæmundur Rúnar Þórisson og Örn Jónsson)

Sólarlag = Sunny Days / Pónik (ProKop, Þorvaldur Halldórsson og Erlendur Svavarsson)

Hvenær ég þig næst / Tómas R. Einarsson og Ragnhildur Gísladóttir (Tómas R. Einarsson og Linda Vilhjálmsdóttir)

Mambó / Tónar og trix, Bogomil Font (Bob Merrill og Loftur Guðmundsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

21. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,