• 00:05:29Bryndís, Páll og Haukur - þarf langtímalausnir
  • 00:34:57Tala og spila - Vigdís, María, Ingunn og María

Mannlegi þátturinn

Grindavíkingar þurfa langtímalausnir, Tala og spila

Þær hamfarir sem ganga yfir í Grindavík og nágrenni eru af þvílíkri stærðargráðu það er eiginlega ómögulegt setja sig í spor íbúana en eins og einn íbúi sagði um helgina, það er helst þau sem upplifðu gosið í Vestmanneyjum gætu það. Við fáum þrjá íbúa Grindavíkur til koma til okkar í hljóðstofu hér í upphafi þáttar en það eru þau Páll Þorbjörnsson fasteignasali, Bryndís Gunnlaugsdóttir lögfræðingur og fyrrum bæjarfulltrúi í Grindavík og Haukur Guðberg Einarsson formaður knattspyrnudeildar UMFG. Þau fóru með okkur yfir stöðuna í dag, bæði hjá þeim persónulega og hjá samfélaginu öllu í Grindavík.

Við kynntum okkur svo verkefni sem heitir Tala og spila, sem eru viðburðir sem fara fram í Kópavogi og eru hugsaðir sem notaleg samverustund til fólk úr ólíkum áttum og úr viðkvæmum samfélagshópum geti kynnst og valdeflst. Vigdís Másdóttir, kynningar og markaðsstjóri MEKÓ, Auður Loftsdóttir, leiðbeinandi sem heldur utan um verkefnið, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir stofnandi Getu hjálparsamtaka og Maria Gabríella Flores, sem er sjálfboðaliði á viðburðunum, komu í þáttinn.

Tónlist í þættinum í dag:

Vinátta okkar / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg)

Ariette / Dag Arnesen trio (Edward Grieg)

Undir rós / Egill Ólafsson og Kristjana Stefánsdóttir (Egill Ólafsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

16. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,