Mannlegi þátturinn

Örn Árnason og Sigrún Hjálmtýsdóttir föstudagsgestir og matarspjallið

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru þau Örn Árnason og Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú. Þau þarf auðvitað vart kynna. Tómas og við heitir söngdagskrá og ljóðalestur þar sem þau flytja lög með textum eftir Tómas Guðmundsson og ljóð eftir hann fimmtudaginn 31.okt. í Salnum í Kópavogi. Við ræddum við þau um Tómas og sín tengsl við ljóðin hans. Þau bæði lærðu ljóð eftir hann snemma á ævinni og Örn á í fórum sínum óútgefnar vísur sem faðir hans lærði utan og kenndi honum.

Í matarspjalli dagsins héldum við áfram fletta í gegnum matreiðslubækur, gamlar og aðeins nýrri og þessu sinni töluðum við um kjúkling í hvítvíni og svo skoðuðum við bók sem heitir Alice´s Tea Cup, bók sem keypt var í samnefndu kaffihúsi í New York. Systurnar Haley og Lauren Fox ólust upp við tedrykkju og góðan bakstur og lærðu þekkja flestar tegundir tes og stofnuðu þetta kaffihús árið 2001.

Tónlist í þættinum í dag:

Hótel Jörð / Heimir, Jónas og Vilborg (Heimir Sindrason, texti Tómas Guðmundsson)

Tondeleyo / Sigfús Halldórsson (Sigfús Halldórsson, texti Tómas Guðmundsson)

Dagný / Sigrún Hjálmtýsdóttir og Terem Quartet (Sigfús Halldórsson, texti Tómas Guðmundsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

18. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,