Mannlegi þátturinn

Ólöf og Ljósið, Kallaspjall Bjarna og þjóðlistahátíð

Við fræddumst um átak hjá Ljósinu endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Átakið snýst um safna nýjum Ljósavinum og virkja hóp aðstandenda sem standa einstaklingi með krabbamein gerist Ljósavinur. Þegar einhver úr hópnum greinist með krabbamein er Ljósið til staðar til grípa og veita stuðning sem hópurinn hefur mögulega ekki ráð eða burði til. Ólöf Erla Einarsdóttir greindist með krabbamein á Covid tíma fyrir nokkrum árum og við heyrðum hennar sögu og hvernig hún upplifði stuðning vinkvenna og Ljóssins. Átakið í ár kallast „Hópar landsins láta ljósið skína“.

Við ræddum svo um freka kallinn, seka kallinn, lúxuskallinn, staka kallinn og spaka kallinn, en Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur er fara í gang með röð erinda sem fjalla um eðli og forsendur friðar undir heitinu Kallaspjall með Bjarna Karls - Fimm fyndnar hugmyndir sem valda ófriði.

Vaka - Þjóðlistahátíð fer fram í Reykjavík um helgina og meðal viðburða eru tónleikar, matarveisla, dans, þjóðlagasamspil. Einnig verða vinnustofur í íslenskum rímnasöng, langspilsleik og evrópskum þjóðdönsum. Við heyrðum í Bjarna Karlssyni þrítugum Akureyringi sem heldur utan um dagskrána.

Tónlist í þættinum:

Heimþrá / Erla Þorsteinsdóttir (Freymóður Jóhannsson (Tólfti september, dulnefni)

Litli tónlistarmaðurinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ellý Vilhjálms (Freymóður Jóhannsson (Tólfti september, dulnefni))

Vikivaki / Valgeir Guðjónsson og Joel Christopher Durksen á píanó (Valgeir Guðjónsson-Jóhannes úr Kötlum)

Brúðkaupsvísur / Hinn íslenski Þursaflokkur (Egill Ólafsson, texti Vigfús frá Leirulæk)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

12. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,