Mannlegi þátturinn

Jákvætt hugarfar, Katrín Björk og fjármálamarkmið og mannlegu samskiptin með Valdimari

Við erum flest hver meðvituð um hugarfarið skiptir miklu máli þegar kemur líðan en við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því, hversu mikið það hefur segja um hvað gerist í lífi okkar. Niðurstöður rannsókna í þessum efnum hafa sýnt það virkja hugann betur í jákvæðri hugsun til þess breyta lífinu og betri stjórn á hvaða skilaboð við sendum frá okkur. Við rædddum þetta við Hrefnu Guðmundsdóttur, en hún er menntuð í náms- og starfsráðgjöf, stjórnmálafræði og heimspeki og er auk þess jógakennari og markþjálfi.

Katrín Björk Birgisdóttir vakti athygli á síðasta ári fyrir myndbönd þar sem hún sýndi hvernig henni tókst komast af með nokkur þúsund krónur í vikumatseðil fyrir fjölskylduna. Einnig sagði hún frá markmiðum sínum fyrir árið 2025 en meðal þeirra var greiða tíu milljónir inn á húsnæðislánið fyrir áramót. Við forvitnuðumst í dag um það hvernig hún fór þessu og hvernig gekk.

Svo voru það mannlegu samskiptin með Valdimari Þór Svavarssyni. Hann tók upp þráðinn frá því síðast og hélt áfram tala um það sem fólk sér eftir því hafa gert, eða ekki gert, þegar það lítur um öxl þegar komið er á lokastöð ævinnar. Það er áhugavert heyra hverju fólk sér eftir því það getur gefið okkur vísbendingar um það sem skiptir mestu máli í lífinu.

Tónlist í þættinum:

Reyndu aftur / Mannakorn (Magnús Eiríksson)

Ósvikin ást/ Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg)

Þú ert mín / Valdimar Guðmundsson og Helgi Júlíus (Helgi Júlíus Óskarsson)

Moist / PPCX (Chiwon Lee, Jihan Jeon & Kiik)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

8. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,