• 00:06:42Þyrluflug á Íslandi - Benóný, Páll og Júlíus
  • 00:34:50Póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni

Mannlegi þátturinn

Ný bók um þyrlusögu Landhelgisgæslunnar og póstkort

Hinar stóru og öflugu björgunarþyrlur Landhelgisgæslu Íslands eru flestum auðþekktar þegar þær birtast og hverfa úr augsýn yfir höfuðborgarsvæðinu, þær eru í stöðugum verkefnum í þágu veikra,slasaðra og nauðstaddra. Allt bendir til þess Lárus Eggertsson hafi verið fyrsti Íslendingurinn sem flaug þyrlu. Lárus sem var fæddur á Akureyri árið 1921 stundaði um tíma þyrluflugnám meðfram þjálfun í björgunarstörfum og köfun hjá bandarísku strandgæslunni á árunum 1944-1946 .Út er komin bók um þyrlusögu Íslands-fyrstu 40 árin. Höfundar bókarinnar, Júlíus Ó Einarsson, þjóðfræðingur og fyrrum lögreglumaður, Benóný Ásgrímsson og Páll Halldórsson, tveir af okkar reyndustu þyrluflugmönnum, komu í þáttinn í dag.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni. Í korti dagsins sagði Magnús fyrst frá ferð í útrýminga- og fangabúðirnar í Auschwitz, sem eru skammt frá Kraká í Póllandi. Auschwitz var langstærst allra útrýmingabúða nasista og hefur verið breytt í minningarreit og safn. Í síðari hluta póstkortsins fjallaði Magnús um sveimhygli sem og muninum á upplifun og reynslu gagnvart forgengilegum hlutum og eignum.

Tónlist í þættinum:

Það þarf fólk eins og þig / Rúnar Júlíusson (Buck Owens, texti Rúnar Júlíusson)

Girl from before /Blood Harmony(Örn Eldjárn Kristjánsson)

Undir stórasteini / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Jón Múli Árnason, texti Jónas Árnason)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

11. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,