Mannlegi þátturinn

Tjáknin, þarmaflóran og líf á öðrum hnöttum

Í dag, þegar við eyðum flest öll miklum tíma, jafn vel of miklum tíma, á samfélagsmiðlum og þegar tölvupóstar og smáskilaboð eru stór hluti af samskiptum okkar þá er ein hlið á þeim samskiptum sem við gerðum tilraun til skoða aðeins í þættinum í dag. Það eru lindistáknin, eða tjáknin, sem sagt það sem heitir Emoticons á ensku. Broskallarnir, þumalputtarnir, hjörtun og ótal fleiri. Það eru á fjórða þúsund mismunandi tjákn og ekki eru allir sammála um hvað hvert og eitt þeirra þýðir. Þar getur verið talsvert mikill munur, til dæmis á milli kynslóða. Það þýðir ekki það sama senda hjarta eða þumalputta hjá mismunandi kynslóðum og allir þessir mismunandi broskallar þýða mismunandi hluti fyrir mismunandi fólk. Lóa Björk Björnsdóttir umsjónarkona Lestarinnar hér á Rás 1 var fulltrúi unga fólksins í þættinum í dag og fór með okkur yfir það hvort við séum jafnvel óafvitandi senda frá okkur tákn sem tákna allt annað en við höldum.

Birna G. Ásbjörnsdóttir rannsakandi við Háskóla Íslands og gestarannsakandi við Harvard Medical School, frumkvöðull og stofnandi Jörth, kom í þáttinn í dag til tala um mikilvægi þarmaflórunnar og áhrif t.d. gervisætu af ýmsu tagi og orkudrykkju á hana. Meltingarvegurinn og þarmaflóran hafa verið þungamiðjan í menntun Birnu og rannsóknum hérlendis og erlendis í tæpa tvo áratugi.

Svo kom Sævar Helgi Bragason til okkar og við ræddum sígilda spurningu sem hefur vakið ómælda forvitni frá upphafi: Er líf á öðrum hnöttum? Fjöldi sólstjarna og vetrarbrauta í alheiminum er svo mikill og með svo mörgum núllum manni fer bókstaflega svima. Í því samhengi er mjög ólíklegt jörðin okkar eini staðurinn þar sem líf hefur myndast og þróast. Við veltum þessu fyrir okkur með Sævari Helga í þættinum, en hann hefur til dæmis skrifað bók um þetta efni.

Tónlist í þættinum í dag:

Í hjarta þér / Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason)

Englishman in New York / Sting (Sting)

Cecilia / Simon & Garfunkel (Paul Simon)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

1. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,