ok

Mannlegi þátturinn

Áhrif langvinnra veikinda á aðstandendur, Lesandinn Svava O’Brien og Vinkill vikunnar

Hver eru áhrif alvarlegra veikinda á aðstandendur? Langvinn veikindi geta haft víðtæk áhrif, ekki bara á þann sem veikist, heldur líka á þá sem standa honum næst. Niðurstöður erlendra rannsókna benda til að langvinn veikindi hafi margvísleg áhrif á líf og heilsu maka þess sem býr við heilsubrest. Við ræddum við Guðbjörgu Guðmundsdóttur iðjuþjálfa en hún fjallaði um þetta efni í meistararannsókn sinni.

Guðjón Helgi Ólafsson leggur vinkil vikunnar upp að kaldhæðni örlaganna, hvernig yfirráð yfir siglingaleiðum verða til þess á stríðstímum, að átök brjótast út og hvernig litlu getur munað að gæfan falli öðrum í vil en upphaflega virðist. Bandarískur nemi í vélaverkfræði, sem seinna verður frægur rithöfundur kemur við sögu og reynslusaga hans af fyrrnefndum átökum.

Lesandinn okkar að þessu sinni var Svava O’Brien og hún sagði okkur frá bókunum sem hún er að lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.

MANNLEGI ÞÁTTURINN - MÁNUDAGUR 9. DESEMBER

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR

Tónlist í þættinum:

Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Það snjóar.

Hljómar - Undrastjarna.

Stefán Hilmarsson, Ellen Kristjánsdóttir - Eigðu jólin með mér.

Frumflutt

9. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,