Mannlegi þátturinn

Egill Eðvarðsson föstudagsgestur og kvikmyndamatur

Egill Eðvarðsson myndlistamaður og leikstjóri er föstudagsgesturinn okkar þessu sinni. Egill útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1971 og árið 2019 fékk hann heiðursverðlaun Eddunnar en hann hefur starfað við ís­lenska sjón­varps- og kvik­mynda­gerð í hart­nær 50 ár lengst af við dag­skrár­gerð og upp­töku­stjórn hjá RÚV. Við fórum með Agli aftur í tímann á æskuslóðirnar á Akureyri, á ljósmyndastofu föður hans og fleira og fórum svo á handahlaupum í gegnum lífið til nútímans, en Í dag sinnir Egill myndlistinni sinni og hann sagði okkur frá hvað annað hann hefur verið bardúsa þessa dagana. Hann er síður en svo sestur í helgan stein og hann hefur sterkar skoðanir á því kerfi sem er við lýði þar sem fólk er nánast sett út í kuldann þegar það er komið á vissan aldur.

Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo auðvitað á sínum stað og í dag og við töluðum um áhrif kvikmynda og sjónvarpsefnis þegar kemur mat. Matur spilar stórt hlutverk í mörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og oft er hann svo girnilegur áður en við vitum erum við farin elda það sama.

Tónlist í þættinum:

Reiknaðu með mér / Björn Jörundur og Ragnheiður Gröndal (Björn Jörundur Friðbjörnsson)

My Little Grass Shack / Leon Redbone og Ringo Starr (Bill Cogswell, Johnny Noble & Tommy Harrison)

Vetrarsól / Björgvin Halldórsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

17. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,