• 00:08:32Föstudagsgestur - Egill Helgason 1.
  • 00:23:20Föstudagsgestur - Egill Helgason 2.
  • 00:41:21Matarspjallið - Lambakjöt ofl.

Mannlegi þátturinn

Egill Helgason föstudagsgestur og hægeldað matarspjall

Egill Helgason var föstudagsgesturinn okkar í dag. Hann hóf fjölmiðlaferil sinn sem blaðamaður í fréttablöðum á borð við Alþýðublaðið, Tímann og Helgarpóstinn og stundaði nám fjölmiðlafræði í alþjóðaskólanum Journalistes en Europe í París á árunum 1986-87. Egill hóf störf í sjónvarpi árið 1988, fyrst í sjónvarpsþáttunum Mannlega þættinum, sem fjölluðu um ýmsa þætti íslensks þjóðernis, síðar varð hann fréttamaður, fyrst hjá Ríkisútvarpinu og svo á Stöð 2. Árið 1999 byrjaði Egill með pólitísku spjallþættina Silfur Egils hjá Skjá einum, sem þá var nýstofnaður, og nutu þættirnir fljótt vinsælda og áhrifa. Egill hefur einnig verið umsjónarmaður bókmenntaþáttarins Kiljunnar frá árinu 2007 og hefur unnið fjölda heimildarþátta m.a. um sagnfræðileg málefni eins og td. Vesturfarar, Steinsteypuöldin, Siglufjörður saga bæjar o.fl. og á sínum ferli hefur hann auðvitað unnið til fjölda Edduverðlauna. Við fórum með Agli aftur í tímann og ræddum æskuárin, námsárin, tónlist sonar hans Kára, Grikkland og fleira.

Svo var auðvitað matarspjallið með Sigurlaugu Margréti á sínum stað. Við tjöluðum í dag um heita rétti í hauslægðunum, hægeldað lambalæri, kjúkling og fleira.

Tónlist í þættinum í dag:

Trúlofun / Bjarni Arason (Bjarni Hafþór Helgason og Arnar Bjarnason)

Ring rhyme / Kári Egilsson (Kári Egilsson)

Something Better / Kári Egilsson (Kári Egilsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

20. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,