• 00:04:45Brynhildur Pétursd. - www.konaikerfi.com
  • 00:19:50Jenna og Bjarni - Húðvaktin
  • 00:37:44Jónatan Garðarsson - Ingibjörg Smith söngkona

Mannlegi þátturinn

Saga Brynhildar, sytkinin á Húðvaktinni og Ingibjörg Smith

Fyrir nokkrum árum fór Brynhildur Pétursdóttir finna fyrir einkennum á mjaðmasvæði sem voru sakleysisleg í fyrstu en fóru versnandi og tveimur árum síðar var hún orðin svo slæm hún þurfti nota hækjur til geta gengið. Eftir hafa hitt ótal sjúkraþjálfara, lækna, osteopata, kírópraktora og nuddara í leit svari, neyddist hún leggjast sjálf í rannsóknir og seint og um síðir bárust böndin spjaldliðum, sem því miður virðist vera lítil þekking á. Brynhildur hefur deilt sögu sinni ítarlega á síðunni www.konaikerfi.com og hún sagði okkur sína sögu í þættinum í dag.

Nýlega rákum við augun í þjónustu sem kallast Húðvaktin. Þau sem standa á bak við vaktina eru systkinin Jenna Huld, húð- og kynsjúkdómalæknir og Bjarni Eysteinsbörn framkvæmdastjóri. Þau segja mikilvægt geta sinnt læknisþjónustu í gegnum netið og með því bætt þjónustu við landsbyggðina og hraðað ferlinu ef mikið er í húfi. Jenna Huld hefur einnig starfaði í Svíþjóð en Svíar standa framarlega í þróun fjarlækninga og er það fyrirmyndin Húðvaktinni. Jenna og Bjarni sögðu okkur meira frá þessu í þættinum.

Svo kom Jónatan Garðarsson til okkar í dag og hélt áfram fræða okkur um okkar frábæra tónlistarfólk. var röðin komin Ingibjörgu Smith, sem lést nýlega, en hún var ein af okkar fyrstu dægurlagasöngkonum og söng nokkur gríðarlega vinsæl lög, til dæmis Við gengum tvö og liggur vel á mér, sem við heyrðu í þættinum. Jónatan sagði okkur meira frá þessari merku tónlistarkonu í þættinum.

Tónlist í þættinum í dag:

Egils appelsín / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

Heitt toddý / Ellen Kristjánsdótir (erlent lag, texti Friðrik Erlingsson)

Við gengum tvö / Ingibjörg Smith (Valdimar Hólm Hallstað og Friðrik Jónsson)

liggur vel á mér / Ingibjörg Smith (Óðinn G. Þórarinsson og Númi Þorbergsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

23. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,