Mannlegi þátturinn

Hjartastuðtæki á vinnustöðum, fjármál á mannamáli og Guðmundur Einar lesandinn

Hjartastuðtæki á vinnustöðum hafa fyrir löngu sannað gildi sitt og bjargað mannlífum. Tíminn í slíkum atburðum skiptir öllu máli og . Ef hjartastopp á sér stað þá er mikilvægt gefa rafstuð eins fljótt og auðið er og ef það næst gefa rafstuð innan einni mínútu frá hjartastoppi þá aukast lífslíkur um 90%. Ef það næst gefa rafstuð innan þriggja mínútna frá hjartastoppi þá aukast lífslíkur um 70%. Um 200 hjartastopp eiga sér stað árlega á Íslandi en talið er einungis 20% lifa það af. Með fjölgun hjartastuðtækja er hægt bjarga fleiri mannslífum. Meira um hjartastuðtæki hér á eftir. Sigríður Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Fastus og hjúkrunarfræðingur, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá þessu.

Við höfum verið með það sem við köllum Fjármálin á mannamáli á mánudögum eftir áramót og Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í fjármálum heimilanna, kom því til okkar í dag og í dag fjallaði um hvernig hægt er greiða hraðar niður lán og stefna skuldleysi, auk þess sem hann svaraði spurningu sem hann fékk frá hlustanda.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðmundur Einar Láru Sigurðsson, leikstjóri og grínisti. Hann er í grínhópnum Kanarí og leikstýrt sjónvarpsþáttum hópsins, hann er meðlimur í Improv Ísland og er undirbúa uppistandssýningu, þar sem hann verður einn á sviðinu heilt kvöld. En Guðmundur Einar sagði okkur auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Guðmundur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Bernska og Gift e. Tove Ditlevsen

Svartfugl e. Gunnar Gunnarsson

The New Comedy Bible e. Judy Carter

Astrid Lindgren, t.d. Bróðir minn Ljónshjarta

Halldór Laxness, t.d. Barn náttúrunnar og Sjálfstætt fólk

Tónlist í þættinum:

Mánudagur / KK band (Kristján Kristjánsson og Kormákur Geirharðsson)

Monday, Monday / Mamas and Papas (John Philips)

Suddenly Monday / Melanie C. (Matt Rowe, Richard Frederick Stannard, Melanie Chisholm & Julian Gallagher)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

27. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,