ok

Mannlegi þátturinn

Farsæld barna og áföll og áskoranir í nútímanum og Systrasamlagið

Áföll af ýmsum toga geta haft alvarleg áhrif á þroska og velferð barna til framtíðar litið. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að skólar og aðrar stofnanir mæti þörfum barna sem verða fyrir áföllum. Sigrún Harðardóttir, dósent við Félagsráðgjafardeild HÍ, kom í þáttinn í dag en hún stýrir málstofu um farsæld barna og áföll og áskoranir í nútímanum á Félagsráðgjafaþingi sem fram fer á föstudaginn. Með henni kom Ragnheiður Hergeirsdóttir, lektor við Félagsráðagjafardeild HÍ, en hún heldur erindi á þinginu um börn sem búa við erfiðar aðstæður, eða eru jaðarsett og eru því líklegri en önnur til að búa við langvarandi og alvarlegri vanda í kjölfar samfélagslegra áfalla eða hamfara.

Við kíktum í heimsókn í Systrasamlagið, sem nú er til húsa við Óðinsgötu 1, en var stofnað 2013 á Seltjarnarnesi og var á þeim tíma dáldið nýtt konsept í verslunar- og kaffihúsarekstri á Íslandi. Þetta er verslun og lífrænt kaffihús og byggt á þeirri hugsjón að víkka út hugmyndina um heilsubúð og færa nær almenningi og hafa andann alltaf með í efninu. Þannig tóku þær stefnuna systurnar Jóhanna & Guðrún Kristjánsdætur strax í upphafi að bjóða ekki eingöngu upp á holla og góða fæðu, heldur einnig t.d. lífrænan jógafatnað og jógavörur. Þær æfðu handbolta í æsku sem þær segja að hafi kennt sér ákveðið úthald og seiglu sem komi sér vel í svona rekstri þar sem skiptast á skin og skúrir.

Tónlist í þættinum í dag

Egils appelsín / Spilverk þjóðanna (Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Sigurður Bjóla Garðarsson, texti Egill Ólafss., Valgeir Guðjónss., Sigurður Bjóla, Kristján Jónsson og Sveinbjörn Egilsson)

Ameríka / Valdimar Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson (Bragi Valdimar Skúlason, texti Magnús Eiríksson)

Með hækkandi sól / Systur (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir / Lay Low)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

20. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,