Mannlegi þátturinn

Áhugaverðar niðurstöður nýrrar rannsóknar ÍE, Málæði og vinkill

rannsókn dregur fram hvernig líkamsþyngdarstuðull, eða öllu heldur ofþyngd, hefur áhrif á hættu á ýmsum sjúkdómum og niðurstöðurnar eru áhugaverðar þegar kemur tengslum milli erfðabreytileika og sjúkdóma og hvaða áhrif líkamsþyngd getur haft á hættuna á sjúkdómunum. Guðmundur Einarsson, vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu og Kári Stefánsson, forstjóri, komu í þáttinn og fóru með okkur yfir þessar áhugaverðu niðurstöður.

Svo fræddumst við um Málæði, nýjan sjónvarpsþátt, sem sýndur verður af tilefni Dags íslenskrar tungu á laugardaginn. Í þættinum fylgjumst við með og fáum heyra tónlist sem landsþekkt tónlistarfólk flytur og unglingar í grunnskólum landsins sömdu, sem sagt bæði lög og texta við. Þær Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri Málæðis, og Elfa Lilja Gísladóttir, sem stýrir List fyrir alla, barnamenningarverkefni á vegum Menningarráðuneytissins, komu og sögðu okkur betur frá þessu verkefni í dag.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þessum vinkli talaði hann um hvernig kosningar óhjákvæmilega taka yfir sviðið þegar nær dregur, sérstaklega í fréttatengdu efni. Þá koma nýafstaðnar kosningar í Bandaríkjum Norður-Ameríku aðeins við sögu og líka fyrirliggjandi kosningar í Miðbaugs-Gíneu og örlítið er farið yfir stöðuna þar og hvernig hanski sem eitt sinn prýddi hægri hönd ástsæls tónlistarmanns tengist fyrir gráglettni örlaganna við þá sem ráða þar ríkjum.

Tónlist í þættinum

Á vígaslóð / Sléttuúlfarnir (Gunnar Þórðarsson, texti Jónas Friðrik)

Hringiða / Vigdís Hafliðadóttir (Hljómsveitin Kanskekki)

Sumarið ‘24 / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens, hátt í 1000 unglingar eiga hlut í textanum)

Fátt er svo með öllu illt / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Buck Owens, texti Ómar Ragnarsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

13. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,