ok

Mannlegi þátturinn

Þór Freysson föstudagsgestur og matarspjall um fisk og sósur

Þór Freysson útsendingarstjóri, upptökustjóri, framleiðandi og tónlistarmaður var föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni. Þór hefur mikla reynslu af að stjórna stórum beinum útsendingum í sjónvarpi og er einmitt núna að stýra útsendingum Söngvakeppninnar. Þór byrjaði ungur á Stöð tvö sem hljóðmaður og vann sig svo upp, eins og algengt er í þessum bransa. Þór er gítarleikari í Baraflokknum frá Akureyri en þar liggja einmitt hans rætur, í Eyjafirði. Við fórum aftur í tímann og spjölluðum um lífið, tónlistina og vinnunna í sjónvarpinu með Þór Freyssyni í dag.

Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var svo á sínum stað og í dag töluðum aðallega um fisk og sósur með fiski. Sigurlaug lumaaði að sjálfsögðu á einni franskri sem hún deildi með okkur.

Tónlist í þætti dagsins:

Mig dregur þrá / Hljómsveit Ingimars Eydal (Merle Kilgore, Claude King, texti Kristján frá Djúpalæk)

Matter of time / Bara flokkurinn (Ásgeir Jónsson)

Black days / Hvítá (Róbert Marshall)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

14. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,