• 00:05:08Þórhildur Örvarsdóttir - föstudagsgestur
  • 00:23:44Þórhildur Örvarsd. - seinni hluti
  • 00:37:25Matarspjallið - bixímatur

Mannlegi þátturinn

Þórhildur Örvarsd. föstudagsgestur, matarspjall um bixímat

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngkonan Þórhildur Örvarsdóttir. Þórhildur er fædd og uppalin á Akureyri og hóf snemma feril sinn sem söngkona enda sannarlega fædd inn í mikla tónlistarfjölskyldu. Á ferlinum hefur hún tekist á við ólíka stíla í tónlistinni, til dæmis óperur og söngleiki, heimstónlist, popp, jazz og kvikmyndatónlist. Þórhildur hefur í mörg ár kennt söng og raddþjálfun víða. Þórhildur sagði okkur betur frá sjálfri sér, æskunni á Akureyri, námsárum í Reykjavík, Danmörku og síðast í Skotlandi og svo fengum við vita hvað hún er fást við þessa dagana.

Svo var það auðvitað matarspjallið með Sigurlaugu Margréti, en í spjallinu í dag tókum við fyrir svokallaðan bíxímat, sem er matur sem fólk hefur mjög misjafnar skoðanir á.

Tónlist í þættinum í dag:

California / Joni Mitchell (Joni Mitchell)

Syngur lóa / Torrek (þjóðlag)

Willie Stewart/Molly Rankin / Eddi Reader (af plötunni The Songs of Robert Burns)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR

Frumflutt

12. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,