Mannlegi þátturinn

Heimildarmynd um Endó, Litli mallakútur og veðurspjallið

Við fræddumst í dag um heimildarmyndina Tölum um ENDÓ, þar sem rætt er við konur á ýmsum aldri um einkenni og áhrif sjúkdómsins endómetríósu á þeirra líf og störf. Sjúkdómurinn var áður kallaður legslímuflakk, en er talað um endó í daglegu tali. Þóra Karítas Árnadóttir, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar kom í þáttinn og sagði okkur frá myndinni, með henni kom Karen Ösp Friðriksdóttir, en hún deilir sinni reynslu af endómetríósu í myndinni, auk þess vera gjaldkeri Endósamtakanna.

Mörg hlaðvörpin hafa litið dagsins ljós undanfarin ár og fjalla þau um nánast allt milli himins og jarðar. Litli mallakúturinn heitir eitt þeirra og þar finna viðtöl við fólk sem á það sameiginlegt hafa gengist undir aðgerð á maga vegna offitu. sem stjórnar og stýrir því heitir Gunnar Ásgeirsson, kerfisstjóri, og við ræddum við hann í dag.

Einar Sveinbjörnsson kom svo til okkar í dag í veðurspjall. Hann talaði við okkur í dag um hafís og áhrif hans á vorveðráttuna, en hafísinn er í meiri útbreiðslu en undanfarin ár. Hann rifjaði svo upp þegar ís fyllti firði og flóa vorið 1979. Svo lokum skoðaði hann með okkur veðurspána framundan, þar sem hitinn fer loksins hækkandi, minnsta kosti í bili.

Tónlist í þættinum

Bolur inn við bein / Brimkló (erlent lag, texti Jónas Friðrik og Björgvin Halldórsson)

Lítið ljóð/ Rebekka Blöndal (Rebekka Blöndal og Ásgeir Ásgeirsson, texti Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugsson)

Betri tíð/ Hildur Vala (Valgeir Guðjónsson og Þórður Árnason)

Þín hvíta mynd / Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

16. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,