• 00:06:12Margrét Geirsd. - skordýraprótein og örþörungar
  • 00:25:13Ágústa Sigrún - Marche héraðið á Ítalíu

Mannlegi þátturinn

Skordýraprótein og Marche héraðið á Ítalíu

Við forvitnuðumst í dag um nýja próteingjafa á borð við skordýr og örþörunga, en markmiðið með því nýta þá er minnka umhverfisáhrif, draga úr sóun, vatnsnotkun og kolefnisspori í framleiðslu á matvörum fyrir fólk og fóðri fyrir dýr. Margrét Geirsdóttir, matvælafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís, kemur í þáttinn og sagði okkur frá því hver þróunin er í þessum málum, meðal annars frá framleiðslu og nýtingu á skordýrapróteini, einfrumupróteini og örþörungum.

Marche hérað er eitt best geymda leyndarmál Ítalíu segja margir. Þetta rólega og strjálbýla hérað liggur á milli Adríahafsins og öllu þekktari eru nágrannahéruð þess, Toskana og Umbria. Sumir segja Marche eins og Toskana var fyrir 50 árum síðan, hrátt en undurfallegt. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir mannauðsstjóri og leiðsögumaður kom til okkar í dag en þetta svæði er í miklu uppáhaldi hjá henni og hún heldur úti ferðasíðunni Flandrr.is.

Tónlist í þættinum:

Háa c / Moses Hightower (Andri Ólafsson, Daníel Friðrik Böðvarsson, Magnús Trygvason Eliassen og Steingrímur Teague)

Ölduslóð / Svavar Knútur (Svavar Knútur)

Scenes from an Italian Restaurant / Billy Joel (Billy Joel)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

5. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,