Mannlegi þátturinn

Heilbrigð mörk, gamalt hús á Tene og heimskautaloftið

Hvernig setjum við heilbrigð mörk? Bæði í einkalífi og í vinnunni. Ein grunnforsenda þess vaxa í starfi eru heilbrigð streita og samskipti. Þau hafa m.a. áhrif á starfsánægju, menningu og starfsanda. Gyða Dröfn Tryggvadóttir er lýðheilsufræðingur EMPH og sérfræðingur í áfalla-og uppeldisfræðum. Hún kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um hvernig við getum eflst seiglu, bætt samskipti og aukið færni á ánægju í lífi og starfi.

Við heyrðum svo í Snæfríði Ingadóttur fjölmiðlakonu sem er ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife, en hún og eiginmaður hennar keyptu hús þar sem var í niðurníðslu og þau hafa verið gera það upp. Fjölskyldan tók sig sem sagt upp í ágúst síðastliðnum og keyrði frá Akureyri suður til Tene, þ.e. með hjálp tveggja bílaferja. Það hefur margt áhugavert komið upp á hjá þeim, til dæmis var húsið sem þau keyptu hvergi til á pappírum og í því hafa þau fundið áhugaverða hluti sem fyrri eigendur höfðu skilið eftir. Snæfríður sagði okkur betur frá þessu í þættinum.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í veðurspjallið. Kuldinn verður aðalumræðuefnið, sem sagt þetta kalda veður, snjókoman í nótt og kuldinn á landinu. Hvað er heimskautaloft og hvað einkennir það? Þetta tengist all sama útbreiðslu hafíss og fleiru.

Tónlist í þættinum í dag:

Það styttir alltaf upp / Ragnar Bjarnason (Jón Jónsson)

Brillantina Bengalese / Paulo Conte (Paulo Conte)

Ástarorð / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

18. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,