• 00:06:42Jóhanna Dagbjartsd. - starfsemi Heimilisfriðar
  • 00:28:19Guðríður Helgad. - vorverkin í garðinum

Mannlegi þátturinn

Starfsemi Heimilisfriðar og vorverkin með Guðríði

Við kynntum okkur starfsemi Heimilisfriðar í þættinum í dag. Heimilisfriður er meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum, og er með meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem beita, eða hafa beitt, ofbeldi í nánum samböndum. Heimilisfriður býður upp á sálfræðimeðferð fyrir þau sem eiga erfitt með stjórna skapi sínu og skaða þá sem þau elska, jafnvel þó þau vilji það ekki. Jóhanna Dabgjartsdóttir sálfræðingur hjá Heimilisfriði kom til okkar í dag og sagði okkur meira frá starfseminni og niðurstöðum úttektar sem Félagsvísindastofnun gerði á starfseminni á síðasta ári.

Við fengum svo Guðríði Helgadóttur garðyrkjufræðing og líffræðing, því er vorið nálgast, sólin er komin hærra á loft og fuglarnir eru farnir syngja. Er ekki kominn tími til huga garðverkunum? Það er mörgu hyggja, en hvar eigum við byrja? Hvaða garðverk þurfum við huga á þessum tíma árs? Við komum auðvitað ekki tómum kofanum hjá Guðríði, hún er full af fróðleik eins og fyrri daginn og fór með okkur í gegnum vorverkin og gaf okkur góð ráð í dag.

Tónlist í þættinum:

Hverjum hefði getað dottið í hug? / Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir (Svavar Knútur Kristinsson)

Jolene / Lay Low (Dolly Parton)

Ævilagið / Hljómsveitin Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoniasardóttir)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

21. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,