• 00:04:04Halldóra og Erling - Konukot
  • 00:13:23Unnur Arna Jónsd. - skjánotkun barna
  • 00:32:16Heilsuvaktin - reynslusaga Stefaníu Thors

Mannlegi þátturinn

Glóð fyrir Konukot, skjánotkun barna og Stefaníu Thors í Heilsuvaktinni

Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, þar er grunnþörfum kvenna sem þangað leita sinnt hvað varðar húsnæði, hreinlæti og mat. Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots, kom í þáttinn ásamt Erlingi Jóhannessyni gullsmiði sem hannaði Glóð nýjan íslenskan hönnunargrip sem seldur er til styrktar Konukoti.

frumkvæði umboðsmanns barna hafa verið gefin út viðmið um skjánotkun barna og ungmenna til stuðnings foreldrum við stuðla jákvæðri og uppbyggilegri umgengni við tækni, tölvur og snjalltæki. Það er til dæmis ekki mælt með því börn fái skjátíma fyrir 18. mánaða aldur. Við ræddum við Unni Örnu Jónsdóttur frá Hugarfrelsi í dag.

Stefanía Thors leik- og kvikmyndagerðarkona var næstum því búin sleppa boðaðri krabbameinsskimun vegna mikilla anna en gaf sér þó sem betur fer tíma til fara. Skimunin sjálf tók stuttan tíma og hún bjóst alls ekki við verða greind með illkynja brjóstakrabbamein sem snéri lífi hennar á hvolf. Helga Arnardóttir ræddi við hana á Heilsuvaktinni í dag.

Tónlist í þættinum

Helga / Magnús Kjartansson (Magnús Kjartansson)

Heitt Toddý / Ellen Kristjáns (erlent lag, texti Friðrik Erlings)

Lítið ljóð / Rebekka Blöndal (Rebekka Blöndal og Ásgeir Ásgeirsson, texti Rebekka Blöndal og Stefán Örn Gunnlaugsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

5. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,