Mannlegi þátturinn

Andrea Margrét, Móðurmál 30 ára og póstkort frá Magnúsi

Það er aldrei of seint skella sér í nám og láta draumana rætast. Þetta eru skilaboð Andreu Margrétar Þorvaldsdóttur, sem er nýútskrifaður rafvirki frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Andrea er nýorðin fimmtug og er þessa vikuna klára sveinspróf en hún er búin með þrjú próf af fimm. Á unglingsárum ýjaði kennari því hún gæti einfaldlega ekki lært stærðfræði og það kom í veg fyrir hún færi í frekara nám á yngri árum. Við töluðum við Andreu í þættinum í dag.

Móðurmál samtök um tvítyngi á þrjátíu ára afmæli í ár. Móðurmál er hagsmuna- og regnhlífasamtök sem styðja við og halda utan um móðurmálskennslu á höfuðborgarsvæðinu. Markmið samtakanna er styðja við móðurmálshópa og móðurmálskennara, vinna með foreldrum fjöltyngdra barna því skapa börnunum tækifæri til læra móðurmál sín og þannig styðja við virkt fjöltyngi í samfélaginu. Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari samtakanna. Oksana Shabatura, stjórnarkona og Þórður Arnar Árnason, verkefnastjóri hjá Móðurmáli, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá samtökunum, starfseminni og afmælinu.

Við fengum svo lokum póstkort í dag frá Magnúsi R. Einarssyni. Magnús segist vera kominn með opinbera staðfestingu á því vera orðinn eyjamaður. Vandi fylgir vegsemd hverri og hann lenti strax í deilum við fólk af fasta landinu um ýmislegt sem gengur á í Vestmannaeyjum. Hann segir líka frá þeirri sektarkennd sem fylgir því horfa á hnefaleika í sjónvarpinu. Í lokin fjallar hann aðeins um hvernig Saudi Arabía er reyna laga vonda ímynd sína í veröldinni með því kaupa viðburði og afburða íþróttamenn.

Tónlist í þættinum í dag:

Nýfallið regn / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson)

Sjóddu frekar egg / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)

Danska lagið / Bítlavinafélagið (Eyjólfur Kristjánsson)

Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

5. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,