Mannlegi þátturinn

Símennt, Fjármálin á mannamáli og Guðjón Friðriksson lesandi vikunnar

Símennt eru samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva, en 11 símenntunarmiðstöðvar um allt land eiga aðild samtökunum. Mikilvægt er vinna símenntun og framhaldsfræðslu á Íslandi þar sem lögð er áhersla á efla þekkingu og hæfni einstaklingsins. Það er margt í boði fyrir fólk sem hefur t.d. hætt framhaldsskólanámi og vill bæta við sig, þá er í boði raunfærnismat sem hægt er metna reynslu af vinnumarkaði. Við töluðum við Guðjónínu Sæmundsdóttur forstöðukonu miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, hún er einnig formaður heildarsamtakanna.

Eftir áramót byrjuðum við með það sem við köllum Fjármálin á mannamáli, þar sem Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í fjármálum heimilanna, fræðir okkur um ýmsar hliðar á fjármálunum. Í dag sagði hann okkur frá áhugaverðri rannsókn frá Danmörku, þar sem kemur fram danskir ellilífeyrisþæegar nýti sér afar lítið af ævisparnaði sínum á efri árum.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur. Hann sendi frá sér tvær stórar og miklar bækur á síðasta ári. Annars vegar Rauði krossinn á Íslandi - hundrað ára saga og hins vegar Börn í Reykjavík. Við spurðum hann aðeins út í þessar bækur og fengum svo auðvitað vita hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Guðjón talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Móðurást e. Kristínu Ómarsdóttur

Himintungl yfir heimsins ystu brún e. Jón Kalman Stefánsson

Jörundur hundadagakonungur e. Sarah Bakewell

Sögur Jóns Trausta, t.d. Anna frá Stóruborg, Sögur úr Skaftáreldum

Tónlist í þættinum:

January / Pilot (David Paton)

June in January / Dean Martin (Ralph Rainger og Leo Robin)

January / Elton John (Elton John & Bernie Taupin)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

20. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,