Við héldum áfram yfirferð okkar um leik- og sviðslistahúsin, hvað verður á fjölum þeirra í vetur. Í dag var það Þjóðleikhúsið, Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, kom og sagði okkur allt um það hvernig leikveturinn verður þar á bæ.
Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Að þessu sinni fjallaði vinkillinn um forystufé. Það mun vera sérstakur fjárstofn, með sérstaka eiginleika sem útlistaðir verða. Auk þess verður gluggað í bók sem skrifuð var um miðja síðustu öld með það fyrir augum að varðveita sögur af forystufé, auk þess sem eins slík fær að fljóta með.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Signý Pálsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri menningarmála Reykjavíkurborgar, Signý sagði okkur frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Signý talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
The Covenant of Water e. Abraham Verghese
Fátækt fólk, Baráttan um brauðið og Fyrir sunnan, allar e. Tryggva Emilsson
Þetta rauða það er ástin, e. Rögnu Sigurðardóttur
Biblían
Salka Valka e. Halldór Laxness
Laxdæla og Íslendingasögurnar
Tónlist í þættinum:
Út í kvöld / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon)
One of these days / Solveig Slettahjell (Sjur Miljeteig)
The Girl from Ipanema / Frank Sinatra (Antonio Carlos Jobim, Vinicius Demoraes, Norman Gimbel)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON