Helena Bragadóttir, geðhjúkrunarfræðingur, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá erindi sem hún og Sigurður Örn Hektorsson munu flytja á ráðstefnu um fíknistefnu sem skipulögð er af RIKK, Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við HÍ og Rótinni. Erindið er um skaðaminnkun og heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum og við fengum Helenu til að segja okkur betur frá erindinu í þættinum, en ráðstefnan fer fram í dag og á morguná Hótel Reykjavík Grand. Þar verður sjónum er beint að stöðu og framtíð í fíknistefnu og vímuefnanotkun í velferðarríkjum og erlendir og innlendir sérfræðingar munu ræða stefnumótun í málaflokknum.
Hið nýstofnaða Ungleikhús byggir í grunninn á hugmyndafræði Broadway Junior þar sem markmiðið er að efla börn og ungt fólk í sviðslistum og skapa þeim tækifæri til þátttöku og áhrifa í fjölbreyttum uppsetningum. Ungleikhúsið er staður fyrir áhugasama krakka, sem eru með einhverja reynslu fyrir, til þess að öðlast enn meiri reynslu í gegnum þátttöku í fjölbreyttum verkefnum. Við ræddum við Sigyn Blöndal ein af þeim sem stendur að Ungleikhúsinu, í dag.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í veðurspjallið. Í dag ræddi Einar við okkur um haustið, skammdegið og áhrif veðursins á sálartetrið og hann var meira að segja dálítið á skáldlegu nótunum.
TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Í DAG:
Meira, meira / Ríó Tríó (Gunnar Þórðarsson og Jónas Friðrik)
50 Ways to Leave Your Lover / Paul Simon (Paul Simon)
Leyndarmál / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti, Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson)
Ég læt mig dreyma / Ellen Kristjánsdóttir (Friðrik Karlsson, Eiríkur Hauksson og Birgir Bragason)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON