• 00:07:28Helena Bragadóttir - skaðaminnkun í fangelsum
  • 00:22:13Sigyn Blöndal - Ungleikhús
  • 00:36:05Haustveðurspjall - Einar Sveinbjörnsson

Mannlegi þátturinn

Skaðaminnkun, Ungleikhús og haustveðrið

Helena Bragadóttir, geðhjúkrunarfræðingur, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá erindi sem hún og Sigurður Örn Hektorsson munu flytja á ráðstefnu um fíknistefnu sem skipulögð er af RIKK, Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við og Rótinni. Erindið er um skaðaminnkun og heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum og við fengum Helenu til segja okkur betur frá erindinu í þættinum, en ráðstefnan fer fram í dag og á morguná Hótel Reykjavík Grand. Þar verður sjónum er beint stöðu og framtíð í fíknistefnu og vímuefnanotkun í velferðarríkjum og erlendir og innlendir sérfræðingar munu ræða stefnumótun í málaflokknum.

Hið nýstofnaða Ungleikhús byggir í grunninn á hugmyndafræði Broadway Junior þar sem markmiðið er efla börn og ungt fólk í sviðslistum og skapa þeim tækifæri til þátttöku og áhrifa í fjölbreyttum uppsetningum. Ungleikhúsið er staður fyrir áhugasama krakka, sem eru með einhverja reynslu fyrir, til þess öðlast enn meiri reynslu í gegnum þátttöku í fjölbreyttum verkefnum. Við ræddum við Sigyn Blöndal ein af þeim sem stendur Ungleikhúsinu, í dag.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í veðurspjallið. Í dag ræddi Einar við okkur um haustið, skammdegið og áhrif veðursins á sálartetrið og hann var meira segja dálítið á skáldlegu nótunum.

TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Í DAG:

Meira, meira / Ríó Tríó (Gunnar Þórðarsson og Jónas Friðrik)

50 Ways to Leave Your Lover / Paul Simon (Paul Simon)

Leyndarmál / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti, Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson)

Ég læt mig dreyma / Ellen Kristjánsdóttir (Friðrik Karlsson, Eiríkur Hauksson og Birgir Bragason)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

17. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,