Mannlegi þátturinn

Keppni í fjármálalæsi, Katrín mikla og ný íslensk ópera

Við höfum fjallað talsvert um fjármál og heimilisbókhald undanfarið í Mannlega þættinum, t.d. með Fjármálunum á mannamáli á mánudögum. Þá kemur gjarnan upp hugtakið fjármálalæsi og hvort það til dæmis lögð nógu mikil áhersla á kenna fjármálalæsi í skólum landsins. Kristín Lúðvíksdóttir, sem vinnur í fræðslu- og menntamálum hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu, kom í þáttinn í dag og sagði okkur til dæmis frá Fjármálaleikunum, keppni grunnskólanna í fjármálalæsi, sem haldin hefur verið í nokkur ár á vegum Fjármálavits, sem er fræðsluvettvangur um fjármálalæsi ungmenna.

Svo var það Katrín mikla, hún var þýsk en varð óvænt keisaraynja Rússlands 1762. Hún varð einvaldur í einu mesta feðraveldi Evrópu og gerði Rússland stórveldi, reyndi bæta hag almennings, en sýndi líka mikla hörku þegar svo bar undir. Illugi Jökulsson kom til okkar og sagði frá Katrínu miklu og áhrifum hennar allt til dagsins í dag, sem hann mun kenna á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ.

Eftir rúmar tvær vikur verður frumflutt íslensk ópera í Gamla bíói. Þetta er óperan Hliðarspor eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Sýningin er hluti af svokölluðum Figaró-þríleik, en fyrri hlutar hans, Rakarinn í Sevilla og Brúðkaup Figarós, verða í sýningu á svipuðum tíma í flutningi Sviðslistahópsins Óðs og Kammeróperunnar. Allar þessar óperur byggja á leikritum franska leikskáldsins og athafnamannsins Pierre Beaumarchais. Síðasta leikritið er minnst þekkt, en Hliðarspor er byggt á því. Óperan gerist ca. 20 árum eftir Brúðkaupi Figarós lýkur. Í helstu hlutverkum eru átta einsöngvarar og níu manna kammersveit sér um meðleikinn. Við töluðum við Þórunni höfund verksins og Hafstein Þórólfsson sem syngur eitt aðalhlutverkið og heyrðum áhugavert brot úr sýningunni.

Tónlist í þættinum:

Daglega fer mér fram / Mannakorn (Magnús Eiríksson)

Ég fer í nótt / Vilhjálmur Vilhjálmsson (J. Allison, texti Ómar Ragnarsson)

Vesturgata / Björgvin Halldórsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

23. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,