Mannlegi þátturinn

Sjálfsdáleiðsla, tilfinningar tengdar peningum og Bjarni lesandi vikunnar

Það er talið í dáleiðsluástandi getum við leyst úr ýmsum vandamálum og heilað okkur. Dáleiðararnir og mæðgurnar Ásdís Olsen og Brynhildur Karlsdóttir kenna einfalda sjálfsdáleiðsluaðferð, Simpson Protocol. Á námskeiði hjá þeim læra þátttakendur komast í dáleiðsluástand þegar þeim hentar, hvort sem er hjá tannlækninum eða á sófanum heima. Ásdís og Brynhildur sögðu okkur meira frá þessu í þættinum í dag.

Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, var í annað sinn hjá okkur í dag með það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Á mánudögum mun Georg fræða okkur um ýmsar hliðar á fjármálunum og í dag talaði hann um tilfinningar okkar tengdar peningum og samband okkar við peninga.

Svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Bjarni Fritzson rithöfundur og eigandi Út fyrir kassann. Bækur Bjarna um Orra óstöðvandi hafa verið gríðarlega vinsælar og nýjasta bókin um Orra var mest selda barnabókin á landinu á síðasta ári. Við fengum vita hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bjarni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Dauðinn einn var vitni e. Stefán Mána

Marrið í stiganum, Strákar sem meiða og Stelpur sem ljúga e. Evu Björgu Ægisdóttur

Ég læt sem ég sofi e. Yrsu Sigurðardóttur

Kvíðakynslóðin e. Jonathan Haidt

Grafarþögn og Mýrin e. Arnald Indriðason

Show Dog e. Phil Knight

Paulo Coelho (The Zahír, Veronika verður deyja, Alkemistinn)

Why we sleep e. Matthew Walker

Raunvitund e. Hans Rosling

Villtir svanir e. Jung Chang.

Tónlist í þættinum í dag:

Gullvagninn / Björgvin Halldórsson (lagahöfundur ókunnur, texti Jónas Friðrik Guðnason)

Vertu ekki horfa svona alltaf á mig / Ragnar Bjarnason (Monaco, McCarthy & Johnson, texti Jón Sigurðsson)

Litla flugan / Sigfús Halldórsson (Sigfús Halldórsson, texti Sigurður Elíasson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

13. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,