Mannlegi þátturinn

Samskipti ungmenna, húfuvinkill og Tanja lesandi vikunnar

Aukin harka er komin í samskipti barna í öllum árgöngum grunnskóla en þó sérstaklega á miðstigi og unglingastigi. Strákar þurfa vera harðir og óhræddir og mega ekki klaga. Húmorinn er grimmur og stelpa eiga það til lenda undir og láta lítið fyrir sér fara, en þar á skiptir útlitið hvað mestu máli. Þetta segir Gunnlaugur Víðir Guðmundsson félagsmálafræðingur sem starfað hefur með ungu fólki í tvo áratugi bæði á Akureyri og í Reykjavík og er forstöðumaður Gleðibankans, félagsmiðstöðvar Hlíðaskóla. Við ræddum þetta við Gunnlaug í dag og leituðum skýringa og ræddum hvaða þættir hafa áhrif á þessa hegðun barna og hvernig við getum brugðist við henni.

Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkillinn var þessu sinni borinn höfðum okkar, nánar til tekið húfum og höfuðfötum. Guðjón velti því fyrir sér hvernig húfan sem slík verður til í mannkynssögunni, hvers vegna og hvað það er sem gerist í mannslíkamanum við of mikinn kulda og of mikinn hita. lokum skoðaði hann örlítið hvers vegna sum okkar virðast alltaf þurfa vera með húfu á meðan önnur setja þær helst ekki upp.

Og svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var Tanja Rasmussen frásagnafræðingur og bóksali. Við fengum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Tanja talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Limits to Growth e. Donellu Meadows o.fl.

Mikilvægt rusl e. Halldór Armand

Moldin heit e. Birgittu Björgu Guðmarsdóttur

Eldri konur e. Evu Rún Snorradóttur

Jólabókarleitin e. Jenny Colgan

Twilight serían e. Stephenie Meyer

Sjálfstætt fólk e. Halldór Laxness

Tónlist í þættinum:

Litli tónlistarmaðurinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ellý Vilhjálms (Freymóður Jóhannsson)

Ást / Ragnheiður Gröndal (Magnús Þór Sigmundsson, texti Sigurður Nordal)

Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson)

UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

2. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,