• 00:07:35Laufey og Ludvig - Aldin kór aðgerðarsinna
  • 00:27:53Ferðahjónin Trausti og Rún

Mannlegi þátturinn

Aldin kór aðgerðarsinna og ferðahjónin Trausti og Rún

Aldin er heitið á hreyfingu fólks sem komið er á þriðja aldursskeiðið, eða samtök eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá eins og þau segja sjálf. Mörg þeirra eru afar og ömmur og þau vilja leggja lóð sín á vogaskálarnar til knýja á um þær breytingar sem þarf til draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, fyrir afkomendur sína og komandi kynslóðir. Við hittum hluta af hópnum í gær, þar sem þau voru samankomin í húsnæði FÍH á fyrstu kóræfingu nýstofnaðs kórs samtakanna. Við töluðum við Laufeyju Steingrímsdóttur og Ludvig Guðmundsson og fengum til dæmis vita hvernig þau ætla nýta sér söngraddirnar til koma skilaboðum sínum á framfæri.

Svo töluðum við við hjónin Trausta Hafsteinsson og Rún Kormáksdóttur, en þau kynntust í kennaranámi fyrir tæpum þremur áratugum. Þau störfuðu bæði við kennslu en fljótt fór koma í ljós mikill áhugi beggja á ferðalögum. Trausti gerðist fararstjóri erlendis og til gera langa sögu stutta, þar sem þau meðal annars bjuggu í tólf ár á Tenerife, hafa þau í rauninni bæði ferðast sjálf út um allan heim síðan, til dæmis um alla Suður-Ameríku og Bandaríkin, auk þess vinna í ferðamálum. Þau fluttu aftur til Íslands í heimsfaraldrinum og eftir enn eina ævintýraferðina, til Egyptalands og Marokkó, ákváðu þau setja á stofn eigin ferðaskrifstofu þar sem þau bjóða upp á ferðir á framandi slóðir, ekki þessa hefðbundnu staði sem Íslendingar ferðast á í stórum hópum. Trausti og Rún sögðu okkur ferðasögu sína í þættinum.

Tónlist í þættinum

Hafið eða fjöllin / Fjallabræður (Ólafur Ragnarsson)

Jörðin sem ég ann / Magnús Þór Sigmundsson (Magnús Þór Sigmundsson)

Ferðabar / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

21. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,