• 00:05:27Alli á Eyri- Grindavíkurblús
  • 00:22:03Sinnep - Svava H Guðmundsdóttir
  • 00:36:17Póstkort frá Magnúsi R Einarssyni

Mannlegi þátturinn

Alli á Eyri, Svava og sinnepið og póstkort frá Magnúsi

Grindvíkingurinn og netagerðameistarinn Aðalgeir Jóhannsson, eða Alli á Eyri eins og hann er jafnan kallaður, er einn þeirra sem er fluttur aftur heim til Grindavíkur eftir rýmingu bæjarins þann 10. nóvember 2023. Alli er einn af viðmælendum Gígju Hólmgeirsdóttur í heimildaþáttum hennar sem fjalla um hvernig líf Grindvíkinga hefur þróast frá rýmingu. Gígja heimsótti Alla í vor og hann sagði henni þá frá nýútkominni bók sinni sem kallast Grindavíkurblús. Þættirnir Grindavík eru á dagskrá kl.13 á sunnudögum og þættina finna í spilara RÚV.

Svava H. Guðmundsdóttir lyfjafræðingur bjó og starfaði í Svíþjóð og eftir hún flutti aftur heim til Íslands byrjaði hún prófa sig áfram með búa til sína eigin útgáfu af sænsku sinnepi sem hún saknaði. Til gera langa sögu stutta þá hefur hún þróað ýmsar tegundir af sinnepi sem hún notar íslensk hráefni eins og t.d. aðalbláber, blóðberg og rabarbara og á krukkunum kallar hún sig íslensku sinnepskonuna. Svava kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessu sinnepsævintýri sínu.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins segir frá söngkonu frá Grænhöfðaeyjum sem kom hingað til lands og söng á tvennum tónleikum. Hún hafði aldrei áður séð snjó og varð himinlifandi þegar hún norðurljósin. Póstkortið fjallar líka um fyrirkomulag Alþingiskosninga sem Magnúsi finnst afleitt, talningin seinleg og úrslitin lengi berast. Þessu er öðruvísi farið í flestum Evrópulöndum þar sem úrslit eru kunn um það bil tveim tímum eftir kjörstöðum lokar. Í lokin segir af nýlegri könnun í Bandaríkjunum sem sýnir neysla unglinga á kannabis hefur minnkað en snaraukist hjá eldri borgurum.

Tónlist í þættinum

Við saman / Hljómar (Gunnar Þórðarsson, texti Þorsteinn Eggertsson)

Vegurinn heim / Markéta Irglová (Magnús Eiríksson)

Ég skal bíða þín / Helgi Björnsson og reiðmenn vindanna (erlent lag, texti Hjördís Morthens)

Maria Elena / Cesaria Evora (Lorenzo Barcelata)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

6. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,